Vogunarsjóðir sagðir geta andað léttar eftir starfslok Buchheit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 09:32 Lee Buchheit Lee Buchheit, lögmaðurinn sem íslensk stjórnvöld kölluðu til liðs við sig í samningaviðræðum vegna IceSave-deilunnar hefur tilkynnt að hann hyggist hætta störfum frá og með næsta mánuði. Þar með lýkur glæstum ferli hins 68 ára gamla Bandaríkjamanns.Fjallað er um tímamótin á vef Financial Times þar sem segir að forstjórar margra vogunarsjóða geti nú andað léttar, enda hafi Buchheit gert það að sérgrein sinni að berjast við slíka sjóði fyrir hönd ýmissa ríkja sem lent hafi í skuldavandræðum. Buchheit starfar fyrir lögfræðistofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton og segir í frétt Financial Times að hann hafi leikið lykilhlutverk í að greiða úr nær öllum skuldakrísum fullvalda ríkja undanfarna áratugi. Bucheit er Íslendingum góðkunnugur enda var hann skipaður formaður íslensku IceSave-samninganefndarinnar árið 2010, sem skilaði samningi við Breta og Hollendinga sem gjarnan er kallaður Icesave III, og þótti hagstæðari en fyrri samningar. Samningurinn var samþykktur af Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið fór að lokum fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland var sýknað af kröfu Breta og Hollendinga. Var Buchheit valinn Maður ársins árið 2010 af Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál fyrir vinnu hans við samninginn. Þá fengu íslensk stjórnvöld Bucheit einnig til liðs við sig til að vinna að losun fjármagnshafta árið 2014. Cleary Gottlieb, lögmannsstofan þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buchheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Ég mun hætta störfum fyrir lögfræðistofuna en ég mun ekki hætta að lifa lífinu,“ skrifaði Buchheit í tölvupósti til viðskiptavina sinna. Tímamót Tengdar fréttir Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. 21. desember 2016 20:26 Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. 28. október 2016 19:15 Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lee Buchheit, lögmaðurinn sem íslensk stjórnvöld kölluðu til liðs við sig í samningaviðræðum vegna IceSave-deilunnar hefur tilkynnt að hann hyggist hætta störfum frá og með næsta mánuði. Þar með lýkur glæstum ferli hins 68 ára gamla Bandaríkjamanns.Fjallað er um tímamótin á vef Financial Times þar sem segir að forstjórar margra vogunarsjóða geti nú andað léttar, enda hafi Buchheit gert það að sérgrein sinni að berjast við slíka sjóði fyrir hönd ýmissa ríkja sem lent hafi í skuldavandræðum. Buchheit starfar fyrir lögfræðistofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton og segir í frétt Financial Times að hann hafi leikið lykilhlutverk í að greiða úr nær öllum skuldakrísum fullvalda ríkja undanfarna áratugi. Bucheit er Íslendingum góðkunnugur enda var hann skipaður formaður íslensku IceSave-samninganefndarinnar árið 2010, sem skilaði samningi við Breta og Hollendinga sem gjarnan er kallaður Icesave III, og þótti hagstæðari en fyrri samningar. Samningurinn var samþykktur af Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið fór að lokum fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland var sýknað af kröfu Breta og Hollendinga. Var Buchheit valinn Maður ársins árið 2010 af Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál fyrir vinnu hans við samninginn. Þá fengu íslensk stjórnvöld Bucheit einnig til liðs við sig til að vinna að losun fjármagnshafta árið 2014. Cleary Gottlieb, lögmannsstofan þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buchheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Ég mun hætta störfum fyrir lögfræðistofuna en ég mun ekki hætta að lifa lífinu,“ skrifaði Buchheit í tölvupósti til viðskiptavina sinna.
Tímamót Tengdar fréttir Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. 21. desember 2016 20:26 Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. 28. október 2016 19:15 Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. 21. desember 2016 20:26
Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. 28. október 2016 19:15
Lee Buchheit í teymi um afnám hafta Ráðin hefur verið framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Stjórnin verður skipuð fjórum sérfræðingum. 9. júlí 2014 17:51