Fasteignafélögin eru ódýrari en á hinum Norðurlöndunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. febrúar 2019 07:15 Reitir greiða hæstu fasteignagjöldin í Kauphöllinni. Fréttablaðið/Anton Brink Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira