Bill Gross hættur störfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 09:00 Bill Gross, betur þekktur sem kóngur skuldabréfanna. Nordicphotos/Getty Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur sem kóngur skuldabréfanna, hefur ákveðið að láta af störfum hjá eignastýringarfyrirtækinu Janus Henderson og einbeita sér þess í stað að því að stýra eigin eignum og góðgerðastofnun. Fimm ár eru síðan Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem hann stofnaði árið 1971, en eignir sjóðsins námu tæplega 300 milljörðum dala þegar mest var. Gross hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco árið 2014, vegna ósættis við samstarfsfélaga og gekk þá til liðs við Janus Henderson. Eignir í stýringu hjá sjóði Gross hafa dregist verulega saman undanfarin ár og fóru nýverið undir einn milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið saman við 1,2 prósenta neikvæða ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum. „Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er einn af bestu fjárfestum allra tíma og það hefur verið mér mikill heiður að starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil, forstjóri Janus Henderson. Auðkýfingurinn George Soros var á meðal þeirra sem lögðu traust á Gross þegar hann skipti um vinnustað fyrir fimm árum. Þegar síga tók á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið 2015 dró Soros hálfan milljarð dala úr sjóði Gross. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur sem kóngur skuldabréfanna, hefur ákveðið að láta af störfum hjá eignastýringarfyrirtækinu Janus Henderson og einbeita sér þess í stað að því að stýra eigin eignum og góðgerðastofnun. Fimm ár eru síðan Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem hann stofnaði árið 1971, en eignir sjóðsins námu tæplega 300 milljörðum dala þegar mest var. Gross hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco árið 2014, vegna ósættis við samstarfsfélaga og gekk þá til liðs við Janus Henderson. Eignir í stýringu hjá sjóði Gross hafa dregist verulega saman undanfarin ár og fóru nýverið undir einn milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið saman við 1,2 prósenta neikvæða ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum. „Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er einn af bestu fjárfestum allra tíma og það hefur verið mér mikill heiður að starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil, forstjóri Janus Henderson. Auðkýfingurinn George Soros var á meðal þeirra sem lögðu traust á Gross þegar hann skipti um vinnustað fyrir fimm árum. Þegar síga tók á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið 2015 dró Soros hálfan milljarð dala úr sjóði Gross.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira