Nissan dregur úr starfsemi sinni í Bretlandi Andri Eysteinsson skrifar 3. febrúar 2019 19:26 X-Trail bílar sem þessir verða ekki framleiddir í verksmiðju Nissan í Sunderland. EPA/ Christopher Jue Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist ekki láta framleiða nýja tegund bíla í bresku borginni Sunderland. Nissan segir að óvissan í kringum Brexit sé helsta ástæðan fyrir breytingunum. CNN greinir frá. Árið 2016 hafði Nissan gefið það út að ný gerð X-Trail bíla framleiðandans yrði framleiddur í verksmiðju Nissan í Sunderland í Norðaustur Englandi. Sú ákvörðun var tekin eftir að breska ríkisstjórnin hafði greint stjórn fyrirtækisins frá stöðunni eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit. Forsætisráðherrann, Theresa May, hrósaði af því tilefni fyrirtækinu og sagði ákvörðunina merki um traust á breskt viðskiptalíf. Nú hefur Nissan hins vegar snúist í afstöðu sinni til breskra viðskipta og mun framleiðslan á X-Trail fara fram í Japan. Óvissan um samband Bretlands við Evrópusambandið hjálpar fyrirtækjum, eins og okkar, ekkert til að horfa til framtíðar sagði Gianluca de Ficchy, yfirmaður Nissan í Evrópu. Nissan í Sunderland er stærsta bílaverksmiðja í Bretlandi og starfa þar um 7000 manns, áformum Nissan um framleiðslu á bílunum Juke og Qashqai verður ekki haggað samkvæmt de Ficchy. Bílar Bretland Brexit Tengdar fréttir Bresk bílaframleiðsla féll um 8,2% í fyrra Framleiðsla fyrir innanlandsmarkað dróst lítið saman en því meira í útflutningi á bílum. Bílaframleiðendur halda að sér höndum í fjárfestingum á meðan óvissa ríkir um útgönguna úr Evópusambandinu. 3. janúar 2019 08:15 Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. 11. júní 2018 22:00 Ghosn rekinn úr stjórn Nissan Ghosn var handtekinn í Tókýó á mánudag vegna gruns um fjármálamisferli. 22. nóvember 2018 14:09 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist ekki láta framleiða nýja tegund bíla í bresku borginni Sunderland. Nissan segir að óvissan í kringum Brexit sé helsta ástæðan fyrir breytingunum. CNN greinir frá. Árið 2016 hafði Nissan gefið það út að ný gerð X-Trail bíla framleiðandans yrði framleiddur í verksmiðju Nissan í Sunderland í Norðaustur Englandi. Sú ákvörðun var tekin eftir að breska ríkisstjórnin hafði greint stjórn fyrirtækisins frá stöðunni eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit. Forsætisráðherrann, Theresa May, hrósaði af því tilefni fyrirtækinu og sagði ákvörðunina merki um traust á breskt viðskiptalíf. Nú hefur Nissan hins vegar snúist í afstöðu sinni til breskra viðskipta og mun framleiðslan á X-Trail fara fram í Japan. Óvissan um samband Bretlands við Evrópusambandið hjálpar fyrirtækjum, eins og okkar, ekkert til að horfa til framtíðar sagði Gianluca de Ficchy, yfirmaður Nissan í Evrópu. Nissan í Sunderland er stærsta bílaverksmiðja í Bretlandi og starfa þar um 7000 manns, áformum Nissan um framleiðslu á bílunum Juke og Qashqai verður ekki haggað samkvæmt de Ficchy.
Bílar Bretland Brexit Tengdar fréttir Bresk bílaframleiðsla féll um 8,2% í fyrra Framleiðsla fyrir innanlandsmarkað dróst lítið saman en því meira í útflutningi á bílum. Bílaframleiðendur halda að sér höndum í fjárfestingum á meðan óvissa ríkir um útgönguna úr Evópusambandinu. 3. janúar 2019 08:15 Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. 11. júní 2018 22:00 Ghosn rekinn úr stjórn Nissan Ghosn var handtekinn í Tókýó á mánudag vegna gruns um fjármálamisferli. 22. nóvember 2018 14:09 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bresk bílaframleiðsla féll um 8,2% í fyrra Framleiðsla fyrir innanlandsmarkað dróst lítið saman en því meira í útflutningi á bílum. Bílaframleiðendur halda að sér höndum í fjárfestingum á meðan óvissa ríkir um útgönguna úr Evópusambandinu. 3. janúar 2019 08:15
Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. 11. júní 2018 22:00
Ghosn rekinn úr stjórn Nissan Ghosn var handtekinn í Tókýó á mánudag vegna gruns um fjármálamisferli. 22. nóvember 2018 14:09