Samtal um snjallsíma Valgerður Sigurðarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun