Kaupmaður á horninu opnar á Hallveigarstíg Ari Brynjólfsson skrifar 16. febrúar 2019 08:01 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson „Ég fékk lyklana afhenta fyrir tveimur vikum og við erum búin að vinna nánast allan sólarhringinn,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson sem opnar í dag verslunina Super1 við Hallveigarstíg. Verslunin kemur í stað Bónuss sem var lokað í janúar. Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu. „Það verður meira úrval og lengri opnunartími. Ef einhver vill koma á framfæri ábendingum þá er bara nóg að koma, ég verð hér alla daga,“ segir hann.Sjá einnig: Danir koma að opnun nýrra matvöruverslanaSigurður Pálmi segir að Super1 muni einbeita sér að vörum í minni pakkningum, lífrænum vörum og umhverfisvænum. Áhersla verði á að þjónusta gangandi vegfarendur. „Við verðum með litlar pakkningar og þá verður hægt að kaupa allt sem vantar og ganga með það heim.“ Segja má að verslunarrekstur sé Sigurði Pálma í blóð borinn; afi hans, Pálmi Jónsson, stofnaði Hagkaup. „Ég ólst upp við þetta, þetta er bara áhugamálið mitt.“ Á þriðja tug starfa í nýju versluninni. Margir voru áður í Bónus. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa svona hóp af fólki með mikla reynslu og þekkingu, annars hefði þetta aldrei tekist,“ segir Sigurður Pálmi. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana Verslunarkeðjan Super 1 mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. 26. janúar 2019 18:45 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ég fékk lyklana afhenta fyrir tveimur vikum og við erum búin að vinna nánast allan sólarhringinn,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson sem opnar í dag verslunina Super1 við Hallveigarstíg. Verslunin kemur í stað Bónuss sem var lokað í janúar. Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu. „Það verður meira úrval og lengri opnunartími. Ef einhver vill koma á framfæri ábendingum þá er bara nóg að koma, ég verð hér alla daga,“ segir hann.Sjá einnig: Danir koma að opnun nýrra matvöruverslanaSigurður Pálmi segir að Super1 muni einbeita sér að vörum í minni pakkningum, lífrænum vörum og umhverfisvænum. Áhersla verði á að þjónusta gangandi vegfarendur. „Við verðum með litlar pakkningar og þá verður hægt að kaupa allt sem vantar og ganga með það heim.“ Segja má að verslunarrekstur sé Sigurði Pálma í blóð borinn; afi hans, Pálmi Jónsson, stofnaði Hagkaup. „Ég ólst upp við þetta, þetta er bara áhugamálið mitt.“ Á þriðja tug starfa í nýju versluninni. Margir voru áður í Bónus. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa svona hóp af fólki með mikla reynslu og þekkingu, annars hefði þetta aldrei tekist,“ segir Sigurður Pálmi.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana Verslunarkeðjan Super 1 mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. 26. janúar 2019 18:45 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana Verslunarkeðjan Super 1 mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. 26. janúar 2019 18:45