Stúdentspróf í tölvuleikjagerð Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Rafíþróttir Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun