Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 09:30 Najib Razak er hér fyrir miðri mynd en með honum á myndinni eru Hollywood-stjörnurnar Leonardo Di Caprio, Jamie Foxx og Lindsay Lohan auk Jho Low sem var nokkurs konar óformlegur ráðgjafi hjá 1MDB og dró sér milljarða úr sjóðnum að því er talið er. Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í gær áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. Réttarhöldunum var hins vegar frestað á mánudag eftir að lögmenn Razak fóru fram á frestun fyrir dómstólunum. Málið snýst um sjóðinn 1MDB, sem stendur fyrir 1Malaysia Development Berhad, en Najib stofnaði sjóðinn árið 2009 þegar hann var nýtekinn við embætti forsætisráðherra. Málið teygir anga sína meðal annars til Hollywood og fjárfestingabankans Goldman Sachs. Opinbert fé streymdi í 1MDB þar sem markmið hans var að laða erlenda fjárfestingu til Malasíu. Í staðinn fyrir að reynt væri að ná því markmiði var milljörðum dollara stolið úr sjóðnum og hann notaður til að stunda peningaþvætti í gegnum dótturfyrirtæki sem voru ekki mikið annað en leppar fyrir þá sem stýrðu sjóðnum til þess að draga sér fé.Najib Razak ásamt konu sinni sem einnig sætir fjölda ákæra vegna málsins.vísir/gettyAlþjóðlegt hneyksli sem malasíska þjóðin skammast sín fyrir Najib er fyrsti forsætisráðherra Malasíu sem sætir ákæru vegna spillingar á meðan viðkomandi var í embætti. Bridget Welsh, dósent í stjórnmálafræði við John Cabot University, segir réttarhöldin gríðarlega mikilvæg fyrir Malasíu. „Þetta snýst ekki bara um það að einhver sæti ábyrgð heldur er þetta alþjóðlegt hneyksli sem þjóðin skammast sín mjög fyrir,“ segir Welsh í samtali við Guardian. Gera má ráð fyrir að fylgst verði grannt með réttarhöldunum víða, meðal annars í Bandaríkjunum þar sem búið er að ákæra tvo fyrrverandi starfsmenn Goldman Sachs fyrir að taka þátt í að þvætta peninga frá sjóðnum. Þá er starfsemi 1MDB til rannsóknar í alls tólf löndum en rannsakendur telja að alls hafi 4,5 milljörðum dollara verið stolið úr sjóðnum.Jho Low vingaðist meðal annars við áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr.vísir/gettyPicasso fyrir Caprio og glerpíanó fyrir Miröndu Kerr Talið er að um það bil fjórðungur af því hafi endað á persónulegum bankareikningum forsætisráðherrans fyrrverandi. Hann og eiginkona hans, Rosmah Mansour, fóru mikinn í eyðslunni en Jho Low, vinur stjúpsonar forsætisráðherrans, Riza Aziz, eyddi jafnvel meiru af peningum sjóðsins. Low vann hjá sjóðnum sem nokkurs konar óformlegur ráðgjafi. Hann á að hafa stolið milljörðum úr 1MDB og notað þá meðal annars til að kaupa sér rándýrar fasteignir á Manhattan, skartgripi fyrir meira en átta milljónir dollara, glerpíanó fyrir áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr og Picasso-málverk fyrir leikarann Leonardo Di Caprio. Þá var Low þekktur fyrir að halda íburðarmikil og áberandi partý en í þau mættu stjörnur á borð við Jamie Foxx, Lindsay Lohan og Paris Hilton. Auk alls þessa lagði Low peninga í Hollywood-myndina The Wolf of Wall Street, sem fjallar einmitt um fjársvikara, en framleiðendur myndarinnar samþykktu í fyrra að borga háa sekt vegna þess að illa fengnir peningar úr 1MDB hefðu farið í framleiðsluna. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Low en hann fór í felur eftir að Najib var handtekinn. Talið er að hann sé í Kína en malasísk hafa enn ekki fundið hann.42 ákærur og fjórar handtökur Forsætisráðherrann fyrrverandi neitar öllum ásökunum um fjármálamisferli og spillingu í tengslum við 1MDB. Hann heldur því fram að um pólitíska hefnd andstæðinga hans sé að ræða og segist vera fórnarlamb. Najib hefur verið handtekinn fjórum sinnum vegna rannsóknar yfirvalda í Malasíu á 1MDB, nú síðast á föstudaginn þegar hann var úti að borða með eiginkonu sinni í tilefni af brúðkaupsafmæli þeirra. Ákærurnar á hendur Najib vegna starfsemi sjóðsins eru alls 42. Þær varða meðal annars spillingu, peningaþvætti, misbeitingu valds og að hafa tekið við mútum. Þá hefur kona Najib sætt sextán ákærum en hún neitar einnig sök. Yfirvöld hafa gert upptæk gríðarleg verðmæti sem fundist hafa í húsnæði í eigu forsætisráðherrans fyrrverandi og konu hans. Þar á meðal eru 1400 hálsmenn, 567 handtöskur eftir þekkta tískuhönnuði, 423 úr, 2200 hringir, 1600 brjóstnælur og fjórtán smákórónur. Aldrei hefur eins mikið af jafndýrum munum verið gert upptækt í Malasíu.Tim Leissner sést hér ásamt konu sinni, Kimoru Lee Simmons.vísir/gettyVilja þrjá milljarða dollara í bætur frá Goldman En það er ekki aðeins fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu sem sætt hefur rannsókn eða ákærum vegna 1MDB. Spjótin hafa líka beinst að hinum stóra fjárfestingabanka Goldman Sachs. Bankinn safnaði fé fyrir sjóðinn, alls 6,5 milljörðum dollara á árunum 2012 og 2013. Talið er að 2,7 milljörðum af því fé hafi síðan verið stolið úr sjóðnum, meðal annars til þess að múta embættismönnum og kaupa lúxusvarning. Einn af starfsmönnum bankans, Tim Leissner, sem leiddi samningana við 1MDB, kom fyrir dómstóla í nóvember síðastliðnum og játaði sig sekan um að hafa tekið þátt í að múta fólki og þvo peninga. Þá hefur ríkissaksóknari Malasíu ákært bankann fyrir að hafa aðstoðað við að nota peninga úr sjóðnum á óheiðarlegan og óviðeigandi hátt. Bankinn heldur því fram að ákærurnar beinist ekki gegn réttum aðila. Goldman segir að starfsmenn bankans hafi verið blekktir varðandi tiltekin atriði í samningunum, meðal annars varðandi það hvaða hlutverki Jho Low gegndi hjá sjóðnum en bankinn hafði áður hafnað honum sem viðskiptavini. Fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að fyrrverandi forstjóri Goldman, Lloyd Blankfein, hafi átt fundi með þeim Low og Najib. Malasísk yfirvöld fara fram á það að Goldman greiði þrjá milljarða dollara í skaðabætur frá Goldman og hefur bankinn varað fjárfesta við því að til greiðslu bóta geti komið.Byggt á fréttumThe Guardian, Financial Times og BBC. Bandaríkin Malasía Tengdar fréttir Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00 Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Starfsmenn bankans eru sagðir hafa tekið þátt í mútugreiðslum og peningaþvætti. 17. desember 2018 10:38 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í gær áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. Réttarhöldunum var hins vegar frestað á mánudag eftir að lögmenn Razak fóru fram á frestun fyrir dómstólunum. Málið snýst um sjóðinn 1MDB, sem stendur fyrir 1Malaysia Development Berhad, en Najib stofnaði sjóðinn árið 2009 þegar hann var nýtekinn við embætti forsætisráðherra. Málið teygir anga sína meðal annars til Hollywood og fjárfestingabankans Goldman Sachs. Opinbert fé streymdi í 1MDB þar sem markmið hans var að laða erlenda fjárfestingu til Malasíu. Í staðinn fyrir að reynt væri að ná því markmiði var milljörðum dollara stolið úr sjóðnum og hann notaður til að stunda peningaþvætti í gegnum dótturfyrirtæki sem voru ekki mikið annað en leppar fyrir þá sem stýrðu sjóðnum til þess að draga sér fé.Najib Razak ásamt konu sinni sem einnig sætir fjölda ákæra vegna málsins.vísir/gettyAlþjóðlegt hneyksli sem malasíska þjóðin skammast sín fyrir Najib er fyrsti forsætisráðherra Malasíu sem sætir ákæru vegna spillingar á meðan viðkomandi var í embætti. Bridget Welsh, dósent í stjórnmálafræði við John Cabot University, segir réttarhöldin gríðarlega mikilvæg fyrir Malasíu. „Þetta snýst ekki bara um það að einhver sæti ábyrgð heldur er þetta alþjóðlegt hneyksli sem þjóðin skammast sín mjög fyrir,“ segir Welsh í samtali við Guardian. Gera má ráð fyrir að fylgst verði grannt með réttarhöldunum víða, meðal annars í Bandaríkjunum þar sem búið er að ákæra tvo fyrrverandi starfsmenn Goldman Sachs fyrir að taka þátt í að þvætta peninga frá sjóðnum. Þá er starfsemi 1MDB til rannsóknar í alls tólf löndum en rannsakendur telja að alls hafi 4,5 milljörðum dollara verið stolið úr sjóðnum.Jho Low vingaðist meðal annars við áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr.vísir/gettyPicasso fyrir Caprio og glerpíanó fyrir Miröndu Kerr Talið er að um það bil fjórðungur af því hafi endað á persónulegum bankareikningum forsætisráðherrans fyrrverandi. Hann og eiginkona hans, Rosmah Mansour, fóru mikinn í eyðslunni en Jho Low, vinur stjúpsonar forsætisráðherrans, Riza Aziz, eyddi jafnvel meiru af peningum sjóðsins. Low vann hjá sjóðnum sem nokkurs konar óformlegur ráðgjafi. Hann á að hafa stolið milljörðum úr 1MDB og notað þá meðal annars til að kaupa sér rándýrar fasteignir á Manhattan, skartgripi fyrir meira en átta milljónir dollara, glerpíanó fyrir áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr og Picasso-málverk fyrir leikarann Leonardo Di Caprio. Þá var Low þekktur fyrir að halda íburðarmikil og áberandi partý en í þau mættu stjörnur á borð við Jamie Foxx, Lindsay Lohan og Paris Hilton. Auk alls þessa lagði Low peninga í Hollywood-myndina The Wolf of Wall Street, sem fjallar einmitt um fjársvikara, en framleiðendur myndarinnar samþykktu í fyrra að borga háa sekt vegna þess að illa fengnir peningar úr 1MDB hefðu farið í framleiðsluna. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Low en hann fór í felur eftir að Najib var handtekinn. Talið er að hann sé í Kína en malasísk hafa enn ekki fundið hann.42 ákærur og fjórar handtökur Forsætisráðherrann fyrrverandi neitar öllum ásökunum um fjármálamisferli og spillingu í tengslum við 1MDB. Hann heldur því fram að um pólitíska hefnd andstæðinga hans sé að ræða og segist vera fórnarlamb. Najib hefur verið handtekinn fjórum sinnum vegna rannsóknar yfirvalda í Malasíu á 1MDB, nú síðast á föstudaginn þegar hann var úti að borða með eiginkonu sinni í tilefni af brúðkaupsafmæli þeirra. Ákærurnar á hendur Najib vegna starfsemi sjóðsins eru alls 42. Þær varða meðal annars spillingu, peningaþvætti, misbeitingu valds og að hafa tekið við mútum. Þá hefur kona Najib sætt sextán ákærum en hún neitar einnig sök. Yfirvöld hafa gert upptæk gríðarleg verðmæti sem fundist hafa í húsnæði í eigu forsætisráðherrans fyrrverandi og konu hans. Þar á meðal eru 1400 hálsmenn, 567 handtöskur eftir þekkta tískuhönnuði, 423 úr, 2200 hringir, 1600 brjóstnælur og fjórtán smákórónur. Aldrei hefur eins mikið af jafndýrum munum verið gert upptækt í Malasíu.Tim Leissner sést hér ásamt konu sinni, Kimoru Lee Simmons.vísir/gettyVilja þrjá milljarða dollara í bætur frá Goldman En það er ekki aðeins fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu sem sætt hefur rannsókn eða ákærum vegna 1MDB. Spjótin hafa líka beinst að hinum stóra fjárfestingabanka Goldman Sachs. Bankinn safnaði fé fyrir sjóðinn, alls 6,5 milljörðum dollara á árunum 2012 og 2013. Talið er að 2,7 milljörðum af því fé hafi síðan verið stolið úr sjóðnum, meðal annars til þess að múta embættismönnum og kaupa lúxusvarning. Einn af starfsmönnum bankans, Tim Leissner, sem leiddi samningana við 1MDB, kom fyrir dómstóla í nóvember síðastliðnum og játaði sig sekan um að hafa tekið þátt í að múta fólki og þvo peninga. Þá hefur ríkissaksóknari Malasíu ákært bankann fyrir að hafa aðstoðað við að nota peninga úr sjóðnum á óheiðarlegan og óviðeigandi hátt. Bankinn heldur því fram að ákærurnar beinist ekki gegn réttum aðila. Goldman segir að starfsmenn bankans hafi verið blekktir varðandi tiltekin atriði í samningunum, meðal annars varðandi það hvaða hlutverki Jho Low gegndi hjá sjóðnum en bankinn hafði áður hafnað honum sem viðskiptavini. Fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að fyrrverandi forstjóri Goldman, Lloyd Blankfein, hafi átt fundi með þeim Low og Najib. Malasísk yfirvöld fara fram á það að Goldman greiði þrjá milljarða dollara í skaðabætur frá Goldman og hefur bankinn varað fjárfesta við því að til greiðslu bóta geti komið.Byggt á fréttumThe Guardian, Financial Times og BBC.
Bandaríkin Malasía Tengdar fréttir Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00 Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Starfsmenn bankans eru sagðir hafa tekið þátt í mútugreiðslum og peningaþvætti. 17. desember 2018 10:38 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00
Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Starfsmenn bankans eru sagðir hafa tekið þátt í mútugreiðslum og peningaþvætti. 17. desember 2018 10:38