Vöknum Högni Egilsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinnum verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafnskjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kannanir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrottalega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efnahagslega sjálf bærar og í raun tilgangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýring jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiskistofna. Hugmyndir um að hvalveiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjármagns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgunljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskiptajöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Ameríkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum.„.. ástin grærrís roðieða er það kannski salturmorgunblærblámi syngur með rámri röddog minnir okkur áað við erum illa stöddkannski af því að í okkurbúa vondar kenndirsvartar taktfastarhugansmyndir..“högni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinnum verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafnskjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kannanir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrottalega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efnahagslega sjálf bærar og í raun tilgangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýring jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiskistofna. Hugmyndir um að hvalveiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjármagns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgunljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskiptajöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Ameríkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum.„.. ástin grærrís roðieða er það kannski salturmorgunblærblámi syngur með rámri röddog minnir okkur áað við erum illa stöddkannski af því að í okkurbúa vondar kenndirsvartar taktfastarhugansmyndir..“högni
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar