Forsætisráðherra hefur áhyggjur af Brexit án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 10:27 Í viðtalinu segir Katrín meðal annars að vinstrisinnaðir vinir hennar á Bretlandi séu algerlega andsnúnir sjálfstæði Skotlands vegna þess að þeir óttist að við það færðust bresk stjórnmál lengra til hægri. Vísir/vilhelm Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019 Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Bretland verður í afar þröngri stöðu ef það gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings og það væri áhyggjuefni fyrir Ísland, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í Skotlandi sagði Katrín telja að Skotlandi gæti „algerlega“ verið sjálfstætt ríki. „Brexit án samnings hlýtur að vera mjög erfið staða fyrir Bretland. Þar af leiðandi er það líka áhyggjuefni fyrir okkur, bæði vegna þess að við höfum efnahagslegra hagsmuna að gæta en einnig vegna þess að við lítum á Bretland sem vin okkar í heiminum,“ sagði Katrín við BBC Skotland. Spurð um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu (EES) sagði Katrín að fyrirkomulagið hafi hentað Íslandi vel. Það njóti aðgangs að evrópskum mörkuðum en hafi á sama tíma „pláss til að gera okkar hluti“. Ísland hafi rödd innan Evrópusambandsins og aðeins rúm 13% af lögum og reglum komi frá Evrópu. Sagði Katrín mikilvægt að deila sumum reglum með Evrópu. „Umhverfisreglugerðir Evrópusambandsins hafa verið mjög gagnlegar fyrir íslenskt samfélag. Ég held líka að hvað varðar fjármálamarkaði sé gott að hafa sama lagaumhverfið,“ sagði forsætisráðherra. Hún telur engu að síður að það hafi verið gott fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins eftir að fjármálakreppan skall á. Katrín var einnig spurð út í mögulegt sjálfstæði Skotlands í viðtalinu. Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2014. Forsætisráðherra sagði að sjálfstæðið hefði skipt Íslendinga miklu og að stærð þjóðarinnar væri aukaatriði. Þannig að Skotland gæti verið sjálfstætt? „Algerlega, algerlega…en það er ekki ákvörðun sem ég ætla að taka. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Katrín.The Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdóttir has told us @BBCScotNine that Scotland could "absolutely" be independent. @katrinjak #nine pic.twitter.com/FPjMrRLwDN— The Nine (@BBCScotNine) February 25, 2019
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09