Hagfræði auðkýfinganna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun