Gilda lög ekki um Má Guðmundsson? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 7. mars 2019 07:00 Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár. Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lögreglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut á mér. Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir. Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt. Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi, er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim samskiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum hans sé ekki unnin í samráði við hann! Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum Alþingis með þeim hætti sem hann gerir? Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðsmanns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætisráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guðmundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að hann sé einn borgara ofar lögum landsins.Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf. sem Vísir tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár. Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lögreglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut á mér. Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir. Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt. Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi, er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim samskiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum hans sé ekki unnin í samráði við hann! Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum Alþingis með þeim hætti sem hann gerir? Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðsmanns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætisráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guðmundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að hann sé einn borgara ofar lögum landsins.Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf. sem Vísir tilheyrir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar