Körfubolti

LeBron kominn fram úr Jordan en tapaði samt | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James skorar og skorar.
LeBron James skorar og skorar. vísir/getty
LeBron James var stigahæstur Los Angeles Lakers í nótt með 31 stig þegar að hans menn töpuðu á heimavelli fyrir Denver Nuggets, 115-99, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Lakers-liðið er nú búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í ellefta sæti austursins með 30 sigra og 35 töp en það er sjö sigrum frá því að komast í úrslitakeppnina. LeBron hefur komist í úrslitakeppnina á hverju ári fyrir utan nýliðaárið sitt 2003.

Þrátt fyrir slæmt gengi liðsins gengur LeBron alltaf jafnvel en hann tók fram úr goðinu sínu og besta körfuboltamanni sögunnar, Michael Jordan, á stigalista NBA-deildarinnar í nótt þegar að hann setti niður sniðskot í öðrum leikhluta.

LeBron er nú orðinn fjórði stigahæsti leikmaður NBA-sögunnar en hann þurfti sextán stig til þess að komast fram úr Jordan í nótt. Jordan skoraði 32,292 stig og vann sex meistaratitla með Chicago Bulls á sínum tíma.

LeBron er enn þá fyrir aftan Kareem Abdul-Jabbar (38,387 stig), Karl Malone (36,928 stig) og Kobe Bryant (33,643 stig).

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Miami Heat 84-91

Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 131-114

Washington Wizards - Dallas Mavericks 132-123

Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 104-111

Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 113-107

Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 108-107

New Orleans Pelicans - Utah Jazz 104-114

Phoenix Suns - NY Knics 107-96

Sacramento Kings - Boston Celtics 109-111

LA Lakers - Denver Nuggets 99-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×