Versnandi samband Kanada og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. mars 2019 08:00 Deila Kanadamanna og Kínverja snýst að mestu um Huawei. Nordicphotos/Getty Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndarmálum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einkamál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmannréttindum sínum. Hún sakar yfirvöld um að hafa leitað á sér og yfirheyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn tryggingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Bandaríkjanna. Ef svo er mun dómsmálaráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn framsalinu. Samkvæmt BBC hafa þeir sagt að um sé að ræða „misnotkun á tvíhliða framsalssamningi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöðunni. Einnig hafa þeir líkt ásökununum gegn Huawei við nornaveiðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndarmálum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einkamál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmannréttindum sínum. Hún sakar yfirvöld um að hafa leitað á sér og yfirheyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn tryggingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Bandaríkjanna. Ef svo er mun dómsmálaráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn framsalinu. Samkvæmt BBC hafa þeir sagt að um sé að ræða „misnotkun á tvíhliða framsalssamningi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöðunni. Einnig hafa þeir líkt ásökununum gegn Huawei við nornaveiðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira