RÚV með helming auglýsingatekna Heiðar Guðjónsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun