Ferskir vindar Davíð Þorláksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra?
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar