Kolefnishlutlaus nýting Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. mars 2019 07:00 Hvað höfum við gert? Þetta tvíræða heiti á þáttaröð um loftslagsmál fangar betur en margt annað stöðuna sem mannkynið er búið að koma sér í. Hvað höfum við gert, sem hefur haft þær grafalvarlegu afleiðingar sem öllum sem kynna sér málin hljóta að vera ljósar? Önnur áleitin spurning er hvað höfum við ekki gert? Og ekki síður, hvað getum við gert? Við getum til dæmis beitt öllu okkar stjórnkerfi til að leggja lóð á vogarskálarnar. Staðan er nefnilega þannig að það er ekkert eitt svar við síðast töldu spurningunni, það er engin ein töfralausn á því hvað við getum gert, eða hvað við eigum að gera. Eitt af því á að vera að beita ríkisvaldinu betur til að styðja að kolefnishlutleysi. Þar á ég bæði við landið í heild, eins og stefna ríkisstjórnarinnar er að hafa náð árið 2040, sem og í einstökum geirum. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru mýmargar, orkan í landinu, fiskurinn í sjónum, nytjar á jörðum og nýting hafsins. Einstaka fólk og fyrirtæki fær heimild til að nýta þessar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvort setja eigi þá stefnu að nýting á sameiginlegum auðlindum skuldi bundin þeim kvöðum að hún verði kolefnishlutlaus. Þar er bæði horft til útblásturs og mótvægisaðgerða. Verði það gert, þá fengi ekkert sjávarútvegsfyrirtæki kvóta nema að kolefnishlutleysi yrði tryggt við sókn í hann og vinnslu. Ekkert fiskeldisfyrirtæki fengi úthlutað leyfi, nema það sama yrði tryggt. Orkufyrirtækin yrðu að huga að því við sína nýtingu, ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sameiginleg landsvæði og svo framvegis. Hæpið er að hægt yrði að skella slíkri reglu á óforvarindis, gefa þyrfti tíma til aðlögunar. Þetta er hins vegar eitt af því sem við getum gert. Þegar næsta kynslóð spyr hvað við höfum gert, gæti þetta verið eitt af jákvæðu svörunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað höfum við gert? Þetta tvíræða heiti á þáttaröð um loftslagsmál fangar betur en margt annað stöðuna sem mannkynið er búið að koma sér í. Hvað höfum við gert, sem hefur haft þær grafalvarlegu afleiðingar sem öllum sem kynna sér málin hljóta að vera ljósar? Önnur áleitin spurning er hvað höfum við ekki gert? Og ekki síður, hvað getum við gert? Við getum til dæmis beitt öllu okkar stjórnkerfi til að leggja lóð á vogarskálarnar. Staðan er nefnilega þannig að það er ekkert eitt svar við síðast töldu spurningunni, það er engin ein töfralausn á því hvað við getum gert, eða hvað við eigum að gera. Eitt af því á að vera að beita ríkisvaldinu betur til að styðja að kolefnishlutleysi. Þar á ég bæði við landið í heild, eins og stefna ríkisstjórnarinnar er að hafa náð árið 2040, sem og í einstökum geirum. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru mýmargar, orkan í landinu, fiskurinn í sjónum, nytjar á jörðum og nýting hafsins. Einstaka fólk og fyrirtæki fær heimild til að nýta þessar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvort setja eigi þá stefnu að nýting á sameiginlegum auðlindum skuldi bundin þeim kvöðum að hún verði kolefnishlutlaus. Þar er bæði horft til útblásturs og mótvægisaðgerða. Verði það gert, þá fengi ekkert sjávarútvegsfyrirtæki kvóta nema að kolefnishlutleysi yrði tryggt við sókn í hann og vinnslu. Ekkert fiskeldisfyrirtæki fengi úthlutað leyfi, nema það sama yrði tryggt. Orkufyrirtækin yrðu að huga að því við sína nýtingu, ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sameiginleg landsvæði og svo framvegis. Hæpið er að hægt yrði að skella slíkri reglu á óforvarindis, gefa þyrfti tíma til aðlögunar. Þetta er hins vegar eitt af því sem við getum gert. Þegar næsta kynslóð spyr hvað við höfum gert, gæti þetta verið eitt af jákvæðu svörunum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun