Lífið eftir WOW Þórir Garðarsson skrifar 28. mars 2019 15:30 Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar