Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn Einar Kárason skrifar 26. mars 2019 07:00 Það líður varla sá dagur að ekki sé ráðist í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins af offorsi á stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í Staksteinum og leiðurum er hamast á borgarstjórninni, og á sama tíma keppast fulltrúar minnihlutans, með Miðflokkinn fremstan, við að gera allt tortryggilegt sem borgin aðhefst og gjarnan með dylgjum um svik, lögleysu og spillingu. Þetta hefur gengið svo langt síðasta árið að það er jafnvel eins og stuðningsfólk meirihlutans sé sumpart farið að trúa því að í borginni sé allt í kaldakoli, ef marka má skoðanakannanir. Nýjasta dæmið um þennan vanstillta óhróður er pistill á baksíðu síðasta Helgarfréttablaðs þar sem sagt er að borgarstjórninni sé sama um þótt skólabörn veikist af myglusveppaeitrun. Á sama tíma er það borðleggjandi að í borginni stendur yfir merkilegt uppbyggingarskeið með framkvæmdum út um allt og jafnframt er það staðreynd sem auðvelt er að lesa út úr beinhörðum tölum að rekstur borgarinnar er á fínu róli og með góðum afgangi. Auðvitað koma upp mál eins og um hinn umtalaða bragga í Nauthólsvík, en einnig í því máli hefur verið ýkt og logið, meðal annars um umfang verksins, og jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi og fjölmörg af þeim dæmum eru á miklu stærri skala; má þar nefna framúrkeyrslur í byggingaframkvæmdum í borgarstjóratíð þess sem nú ritstýrir Morgunblaðinu. Þráhyggjan um borgarstjórnina gæti virst ókunnugum eins og Reykjavík væri eina sveitarfélagið á landinu, og þessvegna þyrfti aldrei að minnast á önnur. En auðvitað er það ekki svo, og þetta er ekki einu sinni eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið í suðurátt er samfelld byggð Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem samanlagt slagar í stærð upp í borgina. Samt var í baráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar reynt að láta áætlanir um borgarlínu hljóma eins og þar færi prívatdella Reykjavíkur, eða hrein geðbilun borgarstjórans, þótt staðreyndin væri sú að þar væri á ferðinni samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hið fíngerða ryk sem verður til þegar stálnaglar bíldekkja höggva í malbik og fer að rjúka upp í þurrviðri þegar það losnar úr snjó eða klaka er útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. Sama má segja um tilheyrandi slit á malbiki. Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda. Sumt af hinum daglega rógi um borgarstjórn er jafnvel svo fáránlegt að það verður aðhlátursefni vísindamanna, eins og kenningar um geislun við Úlfarsfell. Munum það aftur að borgin er að taka stakkaskiptum til hins betra, og að við getum verið stolt af forystu okkar í þeim efnum. Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þessvegna eru þeir svona brjálaðir.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það líður varla sá dagur að ekki sé ráðist í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins af offorsi á stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í Staksteinum og leiðurum er hamast á borgarstjórninni, og á sama tíma keppast fulltrúar minnihlutans, með Miðflokkinn fremstan, við að gera allt tortryggilegt sem borgin aðhefst og gjarnan með dylgjum um svik, lögleysu og spillingu. Þetta hefur gengið svo langt síðasta árið að það er jafnvel eins og stuðningsfólk meirihlutans sé sumpart farið að trúa því að í borginni sé allt í kaldakoli, ef marka má skoðanakannanir. Nýjasta dæmið um þennan vanstillta óhróður er pistill á baksíðu síðasta Helgarfréttablaðs þar sem sagt er að borgarstjórninni sé sama um þótt skólabörn veikist af myglusveppaeitrun. Á sama tíma er það borðleggjandi að í borginni stendur yfir merkilegt uppbyggingarskeið með framkvæmdum út um allt og jafnframt er það staðreynd sem auðvelt er að lesa út úr beinhörðum tölum að rekstur borgarinnar er á fínu róli og með góðum afgangi. Auðvitað koma upp mál eins og um hinn umtalaða bragga í Nauthólsvík, en einnig í því máli hefur verið ýkt og logið, meðal annars um umfang verksins, og jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi og fjölmörg af þeim dæmum eru á miklu stærri skala; má þar nefna framúrkeyrslur í byggingaframkvæmdum í borgarstjóratíð þess sem nú ritstýrir Morgunblaðinu. Þráhyggjan um borgarstjórnina gæti virst ókunnugum eins og Reykjavík væri eina sveitarfélagið á landinu, og þessvegna þyrfti aldrei að minnast á önnur. En auðvitað er það ekki svo, og þetta er ekki einu sinni eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið í suðurátt er samfelld byggð Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem samanlagt slagar í stærð upp í borgina. Samt var í baráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar reynt að láta áætlanir um borgarlínu hljóma eins og þar færi prívatdella Reykjavíkur, eða hrein geðbilun borgarstjórans, þótt staðreyndin væri sú að þar væri á ferðinni samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hið fíngerða ryk sem verður til þegar stálnaglar bíldekkja höggva í malbik og fer að rjúka upp í þurrviðri þegar það losnar úr snjó eða klaka er útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. Sama má segja um tilheyrandi slit á malbiki. Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda. Sumt af hinum daglega rógi um borgarstjórn er jafnvel svo fáránlegt að það verður aðhlátursefni vísindamanna, eins og kenningar um geislun við Úlfarsfell. Munum það aftur að borgin er að taka stakkaskiptum til hins betra, og að við getum verið stolt af forystu okkar í þeim efnum. Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þessvegna eru þeir svona brjálaðir.Höfundur er rithöfundur
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun