Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn Einar Kárason skrifar 26. mars 2019 07:00 Það líður varla sá dagur að ekki sé ráðist í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins af offorsi á stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í Staksteinum og leiðurum er hamast á borgarstjórninni, og á sama tíma keppast fulltrúar minnihlutans, með Miðflokkinn fremstan, við að gera allt tortryggilegt sem borgin aðhefst og gjarnan með dylgjum um svik, lögleysu og spillingu. Þetta hefur gengið svo langt síðasta árið að það er jafnvel eins og stuðningsfólk meirihlutans sé sumpart farið að trúa því að í borginni sé allt í kaldakoli, ef marka má skoðanakannanir. Nýjasta dæmið um þennan vanstillta óhróður er pistill á baksíðu síðasta Helgarfréttablaðs þar sem sagt er að borgarstjórninni sé sama um þótt skólabörn veikist af myglusveppaeitrun. Á sama tíma er það borðleggjandi að í borginni stendur yfir merkilegt uppbyggingarskeið með framkvæmdum út um allt og jafnframt er það staðreynd sem auðvelt er að lesa út úr beinhörðum tölum að rekstur borgarinnar er á fínu róli og með góðum afgangi. Auðvitað koma upp mál eins og um hinn umtalaða bragga í Nauthólsvík, en einnig í því máli hefur verið ýkt og logið, meðal annars um umfang verksins, og jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi og fjölmörg af þeim dæmum eru á miklu stærri skala; má þar nefna framúrkeyrslur í byggingaframkvæmdum í borgarstjóratíð þess sem nú ritstýrir Morgunblaðinu. Þráhyggjan um borgarstjórnina gæti virst ókunnugum eins og Reykjavík væri eina sveitarfélagið á landinu, og þessvegna þyrfti aldrei að minnast á önnur. En auðvitað er það ekki svo, og þetta er ekki einu sinni eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið í suðurátt er samfelld byggð Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem samanlagt slagar í stærð upp í borgina. Samt var í baráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar reynt að láta áætlanir um borgarlínu hljóma eins og þar færi prívatdella Reykjavíkur, eða hrein geðbilun borgarstjórans, þótt staðreyndin væri sú að þar væri á ferðinni samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hið fíngerða ryk sem verður til þegar stálnaglar bíldekkja höggva í malbik og fer að rjúka upp í þurrviðri þegar það losnar úr snjó eða klaka er útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. Sama má segja um tilheyrandi slit á malbiki. Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda. Sumt af hinum daglega rógi um borgarstjórn er jafnvel svo fáránlegt að það verður aðhlátursefni vísindamanna, eins og kenningar um geislun við Úlfarsfell. Munum það aftur að borgin er að taka stakkaskiptum til hins betra, og að við getum verið stolt af forystu okkar í þeim efnum. Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þessvegna eru þeir svona brjálaðir.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það líður varla sá dagur að ekki sé ráðist í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins af offorsi á stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í Staksteinum og leiðurum er hamast á borgarstjórninni, og á sama tíma keppast fulltrúar minnihlutans, með Miðflokkinn fremstan, við að gera allt tortryggilegt sem borgin aðhefst og gjarnan með dylgjum um svik, lögleysu og spillingu. Þetta hefur gengið svo langt síðasta árið að það er jafnvel eins og stuðningsfólk meirihlutans sé sumpart farið að trúa því að í borginni sé allt í kaldakoli, ef marka má skoðanakannanir. Nýjasta dæmið um þennan vanstillta óhróður er pistill á baksíðu síðasta Helgarfréttablaðs þar sem sagt er að borgarstjórninni sé sama um þótt skólabörn veikist af myglusveppaeitrun. Á sama tíma er það borðleggjandi að í borginni stendur yfir merkilegt uppbyggingarskeið með framkvæmdum út um allt og jafnframt er það staðreynd sem auðvelt er að lesa út úr beinhörðum tölum að rekstur borgarinnar er á fínu róli og með góðum afgangi. Auðvitað koma upp mál eins og um hinn umtalaða bragga í Nauthólsvík, en einnig í því máli hefur verið ýkt og logið, meðal annars um umfang verksins, og jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi og fjölmörg af þeim dæmum eru á miklu stærri skala; má þar nefna framúrkeyrslur í byggingaframkvæmdum í borgarstjóratíð þess sem nú ritstýrir Morgunblaðinu. Þráhyggjan um borgarstjórnina gæti virst ókunnugum eins og Reykjavík væri eina sveitarfélagið á landinu, og þessvegna þyrfti aldrei að minnast á önnur. En auðvitað er það ekki svo, og þetta er ekki einu sinni eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið í suðurátt er samfelld byggð Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem samanlagt slagar í stærð upp í borgina. Samt var í baráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar reynt að láta áætlanir um borgarlínu hljóma eins og þar færi prívatdella Reykjavíkur, eða hrein geðbilun borgarstjórans, þótt staðreyndin væri sú að þar væri á ferðinni samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hið fíngerða ryk sem verður til þegar stálnaglar bíldekkja höggva í malbik og fer að rjúka upp í þurrviðri þegar það losnar úr snjó eða klaka er útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. Sama má segja um tilheyrandi slit á malbiki. Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda. Sumt af hinum daglega rógi um borgarstjórn er jafnvel svo fáránlegt að það verður aðhlátursefni vísindamanna, eins og kenningar um geislun við Úlfarsfell. Munum það aftur að borgin er að taka stakkaskiptum til hins betra, og að við getum verið stolt af forystu okkar í þeim efnum. Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þessvegna eru þeir svona brjálaðir.Höfundur er rithöfundur
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar