Tvísýn staða Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2019 08:00 Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun