Þingmenn hafa tekið þessi orð afar óstinnt upp og sumir kalla nú eftir afsögn hennar.
Í Guardian er haft eftir einum þingmanni að mögulega sé það rétt hjá May að sökin liggi hjá þinginu, en það þýði ekki að hún geti sagt það opinberlega. Annar þingmaður segir að hún hafi með ræðu sinni hagað sér eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
May er nú í Brussel þar sem hún mun reyna að fá fresti á úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til 30. júní. Að öllu óbreyttu á Brexit að eiga sér stað á föstudaginn í næstu viku, 29. mars. Gerist það mun Bretland ganga úr ESB án samnings. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því á dögunum að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri launa og hærra verðlags.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, mun einnig fara til Brussel í dag og ræða við forsvarsmenn ESB um aðra möguleika en Brexit-samning May. BBC hefur eftir Corbyn að May sé í algerri afneitun varðandi alvarleika stöðunnar sem Bretland sé í og hún geti ekki verið sá leiðtogi sem Bretland þurfi á að halda.
Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í morgun að hann teldi að ESB myndi sættast á stutta frestun Brexit en eingöngu ef breskir þingmenn samþykki samning May í næstu viku. Hægt yrði að kalla til neyðar-leiðtogafundar ESB þá ef það reyndist nauðsynlegt.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í morgun eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit.
Of course, the logic of Theresa May's assertion that Parliament's indecision is frustrating the will of the people is to put the issue back to the people and let them decide. If she is confident that the people back her, what's stopping her?
— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) March 21, 2019