Finnst að börn eigi að geta leitað sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis í trúnaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra gerðu það vegna ofbeldis sem þau voru beitt sem börn. Talskona Stígamóta segir börn hika við að leita sér hjálpar vegna tilkynningarskyldu þess sem hjálpina veitir. Hún vill að börn geti leitað sér aðstoðar í trúnaði. 418 manns leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi en það er aðeins fækkun frá fyrra ári en árið 2017 höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í dag. Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi áður en þeir urðu átján ára. „Þar af voru 112 sem sögðu ofbeldið var byrjað áður en ég varð tíu ára. Og þetta fólk hefur hvergi fengið hjálp. Fjörutíu prósent af því hefur aldrei rætt við neinn um ofbeldið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Til að mynda höfðu aðeins 3,9 prósent rætt ofbeldið við skólastarfsmenn. Guðrún segir vandamálið vera að börn undir átján ára geti hvergi geta leitað sér hjálpar án þess að sá sem hjálpina veitir tilkynni ofbeldið. Það sama eigi við um Stígamót. Þetta fæli börn frá því að opna sig. Það þurfti að búa til brú í átt að þessum börnum svo þau geti fengið hjálp á eigin forsendum. „Og markmiðið yrði alltaf að opna málin raunverulega, Ein tilraun gæti við sú að barnahús auglýsti einhverja tíma í viku þar sem börn mættu hringja inn og segja frá öllum þeim hryllingi sem þeim dettur í hug að tala um án þess að nokkuð myndi fara í gang. Þar sem þau bara geta fengið að létta á sér leyndarmálunum sínu,“ segir Guðrún. Hún telur að það myndi hjálpa börnum að átta sig á aðstæðum og vonandi hafa þau áhrif að málið færi áfram. Þá þyrfti að gera átal í skólum landsins. „Það eru engin plagöt í skólum sem segja börnum hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra gerðu það vegna ofbeldis sem þau voru beitt sem börn. Talskona Stígamóta segir börn hika við að leita sér hjálpar vegna tilkynningarskyldu þess sem hjálpina veitir. Hún vill að börn geti leitað sér aðstoðar í trúnaði. 418 manns leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi en það er aðeins fækkun frá fyrra ári en árið 2017 höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í dag. Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi áður en þeir urðu átján ára. „Þar af voru 112 sem sögðu ofbeldið var byrjað áður en ég varð tíu ára. Og þetta fólk hefur hvergi fengið hjálp. Fjörutíu prósent af því hefur aldrei rætt við neinn um ofbeldið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Til að mynda höfðu aðeins 3,9 prósent rætt ofbeldið við skólastarfsmenn. Guðrún segir vandamálið vera að börn undir átján ára geti hvergi geta leitað sér hjálpar án þess að sá sem hjálpina veitir tilkynni ofbeldið. Það sama eigi við um Stígamót. Þetta fæli börn frá því að opna sig. Það þurfti að búa til brú í átt að þessum börnum svo þau geti fengið hjálp á eigin forsendum. „Og markmiðið yrði alltaf að opna málin raunverulega, Ein tilraun gæti við sú að barnahús auglýsti einhverja tíma í viku þar sem börn mættu hringja inn og segja frá öllum þeim hryllingi sem þeim dettur í hug að tala um án þess að nokkuð myndi fara í gang. Þar sem þau bara geta fengið að létta á sér leyndarmálunum sínu,“ segir Guðrún. Hún telur að það myndi hjálpa börnum að átta sig á aðstæðum og vonandi hafa þau áhrif að málið færi áfram. Þá þyrfti að gera átal í skólum landsins. „Það eru engin plagöt í skólum sem segja börnum hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira