Illa fengnar kortaupplýsingar seldar í tonnavís á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2019 07:30 Á myndinni sést reyndar enginn raunverulegur hakkari. Nordicphotos/Getty Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Enn deila Musk og Altman Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi MrBeast gerir tilboð í TikTok Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Sjá meira
Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Enn deila Musk og Altman Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi MrBeast gerir tilboð í TikTok Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Sjá meira