Lífskjarasamningar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:15 Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kjaramál Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar