Réttlæti sem sanngirni Bjarni Karlsson skrifar 3. apríl 2019 07:00 Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun