Segir Trump vita manna best að hann sé óhæfur forseti Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 11:31 Pelosi hefur komist upp með að skamma Trump forseta en í þetta skiptið svaraði forsetinn fyrir sig á Twitter. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23