Segja símalausa skóla hafa góð áhrif á samskiptin og minnka skjátímann verulega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2019 20:00 þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira