
Áratug síðar
Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli.
Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa.
Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts.
Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði.
Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar