Ökumaður á rauðu ljósi ók á barn rétt hjá hinum slysstaðnum á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:07 Frá slysstað á Hringbraut á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Mynd/Erik Hirt Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí. Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí.
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52
Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33
Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15