Magnaður Messi tryggði Barcelona enn einn titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2019 20:30 Messi fagnar titlinum í kvöld. vísir/getty Barcelona er spænskur meistari eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Levante í 35. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lionel Messi var geymdur á bekknum í fyrri hálfleik en Barcelona spilar við Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið.Lionel Messi is the first non-Spanish player in LaLiga history to win 10 titles The GOAT just keeps getting greater. pic.twitter.com/BcxQIsSqIX — Coral (@Coral) April 27, 2019 Messi var sendur á vettvang í hálfleik og hann skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 62. mínútu. Hann fékk boltann í teignum, lék á tvo varnarmenn og lagði boltann í hornið. Þetta er annað árið í röð sem Barcelona vinnur titilinn. Spænski boltinn
Barcelona er spænskur meistari eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Levante í 35. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lionel Messi var geymdur á bekknum í fyrri hálfleik en Barcelona spilar við Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið.Lionel Messi is the first non-Spanish player in LaLiga history to win 10 titles The GOAT just keeps getting greater. pic.twitter.com/BcxQIsSqIX — Coral (@Coral) April 27, 2019 Messi var sendur á vettvang í hálfleik og hann skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 62. mínútu. Hann fékk boltann í teignum, lék á tvo varnarmenn og lagði boltann í hornið. Þetta er annað árið í röð sem Barcelona vinnur titilinn.