Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 22:18 Erfiðir tímar fyrir Boeing. Getty/Cameron Spencer Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa.Þetta kom fram í kynningu Muilenberger hann kynnti ársfjórðungskýrslu Boeing fyrir fjárfestum. Viðurkenndi hann að skynjarar flugvélanna tveggja sem hröpuðu hefðu gefið stýrikerfi flugvélanna vitlausar upplýsingar. Virðist það hafa virkjað kerfi sem Boeing hannaði til að koma í veg fyrir ofris, en kerfið er útskýrt í myndbandi hér fyrir neðan.„Það eru engin tæknileg mistök hérna,“ sagði Muilenberg. „Við þekkjum flugvélarnar okkar. Við vitum hvernig við hönnuðum þær, hvernig við fengum vottunina og við höfum fulla trú á vörunni,“ sagði Muilenberg og átti við flugvélarnar. Bætti hann við að „aðgerðir sem ekki voru framkvæmdar“ hafi átt þátt í slysunum tveimur og virtist hann með því ýja að því að flugmenn vélanna hefðu átt að geta slökkt á kerfinu sem talið er hafa spilað stóran þátt í slysunum tveimur. Flugslysin tvö og flugbann vélanna hefur haft talsverð áhrif á fjárhag og rekstur Boeing. Haldbært fé félagsins minnkaði um nærri milljarð dollara, um 120 milljarða króna, frá því að vél Ethiopian Airlines hrapaði í mars. Þrátt fyrir það skilaði Boeing 2,15 milljarða dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins, 13 prósenta lægri hagnaði en á sama tíma á síðasta ári. Talið er þó að áhrif flugbanns MAX-vélanna muni fyrst fara að mikil áhrif á núverandi ársfjórðungi en flugbannið var ekki sett á fyrr en í blálok síðasta ársfjórðungs. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa.Þetta kom fram í kynningu Muilenberger hann kynnti ársfjórðungskýrslu Boeing fyrir fjárfestum. Viðurkenndi hann að skynjarar flugvélanna tveggja sem hröpuðu hefðu gefið stýrikerfi flugvélanna vitlausar upplýsingar. Virðist það hafa virkjað kerfi sem Boeing hannaði til að koma í veg fyrir ofris, en kerfið er útskýrt í myndbandi hér fyrir neðan.„Það eru engin tæknileg mistök hérna,“ sagði Muilenberg. „Við þekkjum flugvélarnar okkar. Við vitum hvernig við hönnuðum þær, hvernig við fengum vottunina og við höfum fulla trú á vörunni,“ sagði Muilenberg og átti við flugvélarnar. Bætti hann við að „aðgerðir sem ekki voru framkvæmdar“ hafi átt þátt í slysunum tveimur og virtist hann með því ýja að því að flugmenn vélanna hefðu átt að geta slökkt á kerfinu sem talið er hafa spilað stóran þátt í slysunum tveimur. Flugslysin tvö og flugbann vélanna hefur haft talsverð áhrif á fjárhag og rekstur Boeing. Haldbært fé félagsins minnkaði um nærri milljarð dollara, um 120 milljarða króna, frá því að vél Ethiopian Airlines hrapaði í mars. Þrátt fyrir það skilaði Boeing 2,15 milljarða dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins, 13 prósenta lægri hagnaði en á sama tíma á síðasta ári. Talið er þó að áhrif flugbanns MAX-vélanna muni fyrst fara að mikil áhrif á núverandi ársfjórðungi en flugbannið var ekki sett á fyrr en í blálok síðasta ársfjórðungs.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37
Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30
Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30