Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:54 Mark Zuckerberg sést hér á kynningunni í dag ræða um þær breytingar sem gera á á Facebook-appinu. vísir/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00