Lögreglumaður tók við ákæru fyrir hönd síbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 15:12 Lögreglumaður virðist hafa verið boðaður á lögheimili ákærða hér á landi til að taka við ákæru á hendur honum. Vísir/Vilhelm Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér. Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent