Enski boltinn

Ramsey búinn að spila síðasta leikinn fyrir Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aaron Ramsey meiddist í leiknum í Napólí
Aaron Ramsey meiddist í leiknum í Napólí vísir/getty
Aaron Ramsey hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal en hann mun ekki taka þátt í lokaleikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla.

Ramesy, sem hefur spilað fyrir Arsenal síðan 2008, meiddist aftan í læri í leik Arsenal og Napólí í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar um miðjan apríl.

Arsenal vonaðist eftir því að Walesverjinn næði síðustu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar eða mögulega úrslitaleik Evrópudeildarinnar, ef Skytturnar komast þangað, en nú er ljóst að hann nær því ekki.

Það þýðir að Ramsey hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem hann er á förum í sumar.

Samningur Ramsey rennur út 30. júní og hann er nú þegar búinn að semja við Juventus og mun ganga til liðs við Ítalíumeistaranna.

Ramsey á 64 mörk í 369 leikjum fyrir Arsenal, en er á þessu tímabili búinn að skora sex í 40 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×