Á Vegagerðin að eiga rúturnar? Orri Hauksson skrifar 1. maí 2019 07:30 Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar