Á Vegagerðin að eiga rúturnar? Orri Hauksson skrifar 1. maí 2019 07:30 Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun