Kynferðisleg áreini á Vesturbakkanum Amira Khader skrifar 18. maí 2019 16:41 Ég heiti Amira Khader og er fædd og uppalin í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Ég er nýútskrifaður lögfræðingur sem er í starfsnámi og er einnig meistaranemi í miðausturlandafræðum við Birzeit háskóla. Þegar sagt er frá landinu mínu, Palestínu, er mjög erfitt að ræða nokkurn hlut án þess að minnast á það samhengi sem hernámið gefur okkur. Palestína hefur verið undir hernámi Ísraels í 70 ár. Það að lifa og hrærast í stríði hefur í för með sér hörmungar, en það er einnig eins og tíminn hafi staðið í stað, líkt og þú sért fangi fortíðar. Ef þú berð Palestínu saman við aðra heimshluta, mun þér verða ljóst að lífi fólksins þar er á margan hátt ekki lifað í nútíðinni, né er því lifað fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér, heldur er fólk rígbundið fortíðinni og leitast við að halda öllu eins og það var fyrir 100 árum. Þetta á sér sínar skýringar og er í raun hefðbundin afleiðing hernáms. Óttinn við að missa sjálfsmyndina og að búa við þá stöðugu ógn að vera borinn út úr húsnæði sínu hvenær sem er, hindrar Palestínumenn í að þróa eigin hugmyndir og að gangast við breytingum. Það sama á við um kynjajafnrétti, sem ekki er mál málanna í Palestínu. Ekki vegna þess að við höfum þegar náð jafnrétti kynjanna heldur vegna þess að það er nýtt áherslusvið sem þarf að læra um og tileinka sér. Palestína er í engu frábrugðin flestum arabalöndum þegar kemur að feðraveldinu. Staðreyndin er sú að konur fá ekki fullt sjálfstæði vegna efnahagslegra hamlana og þeirra fastmótuðu fjölskyldubanda sem að ætíð halda konum undir verndarvæng karla. Sem lögfræðingur fannst mér mjög erfitt að sjá að hversu fáar konur eru dómarar við palestínska dómstóla. Þessir fáu kvendómarar fá einungis að fást við einföld mál en aldrei að kveða upp dóma í meiriháttar málum. Þetta er þó ekki eina dæmið um það hvernig kynjamisrétti endurspeglast innan dómskerfisins. Annað dæmi er hið djúpstæða óréttlæti sem endurspeglast í svokölluðum heiðursmorðum, sem sýnir hvernig líf kvenna er einskis metið. Enginn berst fyrir réttlæti fyrir hönd fórnarlamba heiðursmorða og flestum slíkum málum lýkur með dómssátt þar sem morðinginn greiðir fjölskyldu fórnarlambsins bætur og gengur síðan frjáls. Ég hef ætíð fundið hjá mér þörf fyrir að breyta þessu, að vekja konur til vitundar um réttindi sín, sýna þeim að það er eðlilegt að reyna að komast til æðstu metorða innan samfélagsins og einnig að fá konur til að standa saman til að breyta þessum lögum. Lokaverkefni mitt hjá Jafnréttisskólanum fjallar um kynferðislega áreitni á Vesturbakkanum. Ég fjalla um skort á ákvæðum um kynferðislega áreitni í palestínsku refsilöggjöfinni, og hvernig lögin gera slíka skaðlega hegðun refsilausa. Þar að auki er kynferðisleg áreitni tabú í Palestínu og margir kæra slíkt athæfi ekki. Þar af leiðandi höfum við enga yfirsýn yfir umfang vandans, sem aftur leiðir til þess að vandamálið fær ekki þá athygli sem það á skilið. Ég hyggst deila rannsókn minni með kvennamiðstöðvum í Palestínu og með ráðuneyti kvennamála. Ég mun einnig deila reynslu minni hér hjá Jafnréttisskólanum á Íslandi með samnemendum mínum í lögfræðideildinni í mínum heimaháskóla, þar sem ég mun leitast við að varpa skýrara ljósi á kynajafnrétti. Það er sérlega mikilvægt þar sem löggjafinn og lögfræðingar þurfa að stóla á lagabókstaf sem byggir nú þegar á fordómum. Þegar ég kem aftur heim, þá mun ég sakna þessa klikkaða veðurs sem hér er! Ég mun einnig sakna þeirra frábæru vina sem ég hef eignast hér á Íslandi og einnig hversu ótrúlega miklar breytingar eiga sér stað í dagsbirtunni frá einum degi til þess næsta. Takk fyrir mig!!Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið skólans er að þjálfa fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem er verið að byggja upp eftir átök. Jafnréttisskólinn er starfræktur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fjölda annarra stofnanna innanlands sem utan. Í náminu er lögð áhersla á að vinna að fimmta heimsmarkmiði Sþ um jafnrétti kynjanna. Nú stunda 24 nemendur nám við skólann frá 14 þjóðlöndum. Heimsljós fékk nemanda við skólann til að kynna sjálfa sig og áherslur sínar í náminu á Íslandi og aðstæðum í heimalandinu.Greinin birtist fyrst á vef Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég heiti Amira Khader og er fædd og uppalin í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Ég er nýútskrifaður lögfræðingur sem er í starfsnámi og er einnig meistaranemi í miðausturlandafræðum við Birzeit háskóla. Þegar sagt er frá landinu mínu, Palestínu, er mjög erfitt að ræða nokkurn hlut án þess að minnast á það samhengi sem hernámið gefur okkur. Palestína hefur verið undir hernámi Ísraels í 70 ár. Það að lifa og hrærast í stríði hefur í för með sér hörmungar, en það er einnig eins og tíminn hafi staðið í stað, líkt og þú sért fangi fortíðar. Ef þú berð Palestínu saman við aðra heimshluta, mun þér verða ljóst að lífi fólksins þar er á margan hátt ekki lifað í nútíðinni, né er því lifað fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér, heldur er fólk rígbundið fortíðinni og leitast við að halda öllu eins og það var fyrir 100 árum. Þetta á sér sínar skýringar og er í raun hefðbundin afleiðing hernáms. Óttinn við að missa sjálfsmyndina og að búa við þá stöðugu ógn að vera borinn út úr húsnæði sínu hvenær sem er, hindrar Palestínumenn í að þróa eigin hugmyndir og að gangast við breytingum. Það sama á við um kynjajafnrétti, sem ekki er mál málanna í Palestínu. Ekki vegna þess að við höfum þegar náð jafnrétti kynjanna heldur vegna þess að það er nýtt áherslusvið sem þarf að læra um og tileinka sér. Palestína er í engu frábrugðin flestum arabalöndum þegar kemur að feðraveldinu. Staðreyndin er sú að konur fá ekki fullt sjálfstæði vegna efnahagslegra hamlana og þeirra fastmótuðu fjölskyldubanda sem að ætíð halda konum undir verndarvæng karla. Sem lögfræðingur fannst mér mjög erfitt að sjá að hversu fáar konur eru dómarar við palestínska dómstóla. Þessir fáu kvendómarar fá einungis að fást við einföld mál en aldrei að kveða upp dóma í meiriháttar málum. Þetta er þó ekki eina dæmið um það hvernig kynjamisrétti endurspeglast innan dómskerfisins. Annað dæmi er hið djúpstæða óréttlæti sem endurspeglast í svokölluðum heiðursmorðum, sem sýnir hvernig líf kvenna er einskis metið. Enginn berst fyrir réttlæti fyrir hönd fórnarlamba heiðursmorða og flestum slíkum málum lýkur með dómssátt þar sem morðinginn greiðir fjölskyldu fórnarlambsins bætur og gengur síðan frjáls. Ég hef ætíð fundið hjá mér þörf fyrir að breyta þessu, að vekja konur til vitundar um réttindi sín, sýna þeim að það er eðlilegt að reyna að komast til æðstu metorða innan samfélagsins og einnig að fá konur til að standa saman til að breyta þessum lögum. Lokaverkefni mitt hjá Jafnréttisskólanum fjallar um kynferðislega áreitni á Vesturbakkanum. Ég fjalla um skort á ákvæðum um kynferðislega áreitni í palestínsku refsilöggjöfinni, og hvernig lögin gera slíka skaðlega hegðun refsilausa. Þar að auki er kynferðisleg áreitni tabú í Palestínu og margir kæra slíkt athæfi ekki. Þar af leiðandi höfum við enga yfirsýn yfir umfang vandans, sem aftur leiðir til þess að vandamálið fær ekki þá athygli sem það á skilið. Ég hyggst deila rannsókn minni með kvennamiðstöðvum í Palestínu og með ráðuneyti kvennamála. Ég mun einnig deila reynslu minni hér hjá Jafnréttisskólanum á Íslandi með samnemendum mínum í lögfræðideildinni í mínum heimaháskóla, þar sem ég mun leitast við að varpa skýrara ljósi á kynajafnrétti. Það er sérlega mikilvægt þar sem löggjafinn og lögfræðingar þurfa að stóla á lagabókstaf sem byggir nú þegar á fordómum. Þegar ég kem aftur heim, þá mun ég sakna þessa klikkaða veðurs sem hér er! Ég mun einnig sakna þeirra frábæru vina sem ég hef eignast hér á Íslandi og einnig hversu ótrúlega miklar breytingar eiga sér stað í dagsbirtunni frá einum degi til þess næsta. Takk fyrir mig!!Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið skólans er að þjálfa fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem er verið að byggja upp eftir átök. Jafnréttisskólinn er starfræktur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fjölda annarra stofnanna innanlands sem utan. Í náminu er lögð áhersla á að vinna að fimmta heimsmarkmiði Sþ um jafnrétti kynjanna. Nú stunda 24 nemendur nám við skólann frá 14 þjóðlöndum. Heimsljós fékk nemanda við skólann til að kynna sjálfa sig og áherslur sínar í náminu á Íslandi og aðstæðum í heimalandinu.Greinin birtist fyrst á vef Stjórnarráðsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun