Snjallsímar í frjálsu falli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 07:15 Þessi er jafnvel enn óseldur. Nordicphotos/Getty Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina. Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira