Trump sagður ósáttur vegna spennu við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 08:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera pirraður út í ráðgjafa sína og segir þá vera að reyna að draga sig í stríð við Íran. Forsetinn vill leita sátta og vill tala beint við leiðtoga Íran en eitt af stærstu kosningaloforðum hans var að draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum stríðum. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Íran á undanförnum dögum. Íranar hafa verið sakaðir um árásir gegn olíuframleiðslu í Sádi-Arabíu og Bandaríkin hafa aukið við herlið sitt á svæðinu. Þá voru flestir starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Írak kallaðir heim í gær. Bandaríkin hafa vísað í ótilgreindar upplýsingar um mögulegar árásir á bandaríska hermenn eða hagsmuni á svæðinu en bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu hafa lýst yfir efasemdum um aðgerðir og staðhæfingar Bandaríkjanna.New York Times segir að rekja megi viðvaranir og aðgerðir Bandaríkjanna til mynda sem sýndu herafla Íran koma eldflaugum fyrir á bátum í Persaflóa.Sjá einnig: Íran - „Á barmi átaka við óvininn“Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins varð Trump reiður í samræðum við þá John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, í síðustu viku.„Þeir eru að fara langt fram úr sér og Trump er pirraður,“ sagði einn heimildarmaður WP. Annar sagði Bolton og Trump líta deilurnar allt öðrum augum. Bolton hefur kallað opinberlega eftir því að Bandaríkin velti ríkisstjórn Íran úr sessi með hervaldi en Trump vill gera samkomulag. Forsetinn er ekki sáttur við allt þetta tal um stjórnarskipti og þykir það minna mikið á áróður í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Íran 2003. Þrátt fyrir það dró Trump Bandaríkin út úr Kjarnorkusamkomulaginu svokallaða sem Bandaríkin, Kína, Rússlands, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu við Íran árið 2015. Því samkomulagi var ætlað að koma í veg fyrir að Íranar kæmu upp kjarnorkuvopnum og var refsiaðgerðum aflétt í staðinn. Í kjölfar þess að Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur hann beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran. Markmiðið var að lama efnahag ríkisins. Trump sjálfur tísti um sögusagnir um deilur innan Hvíta hússins í gær og sagði þær ekki til staðar. Hann sagði starfsmenn sína segja skoðanir sínar en hann sjálfur taki allar ákvarðanir. Þá tók Trump fram að hann væri viss um Íranar myndu brátt opna á viðræður.....Different opinions are expressed and I make a decisive and final decision - it is a very simple process. All sides, views, and policies are covered. I'm sure that Iran will want to talk soon.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Hútar gerðu drónaárásir í Sádi-Arabíu Mikil spenna er nú á svæðinu en Bandaríkjamenn ákváðu nýlega að senda flugmóðurskip í Persaflóann auk þess sem bætt hefur verið í flota sprengjuflugvéla þeirra á svæðinu. 14. maí 2019 12:13 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans fer vaxandi dag frá degi. 15. maí 2019 19:04 Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. 13. maí 2019 07:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera pirraður út í ráðgjafa sína og segir þá vera að reyna að draga sig í stríð við Íran. Forsetinn vill leita sátta og vill tala beint við leiðtoga Íran en eitt af stærstu kosningaloforðum hans var að draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum stríðum. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Íran á undanförnum dögum. Íranar hafa verið sakaðir um árásir gegn olíuframleiðslu í Sádi-Arabíu og Bandaríkin hafa aukið við herlið sitt á svæðinu. Þá voru flestir starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Írak kallaðir heim í gær. Bandaríkin hafa vísað í ótilgreindar upplýsingar um mögulegar árásir á bandaríska hermenn eða hagsmuni á svæðinu en bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu hafa lýst yfir efasemdum um aðgerðir og staðhæfingar Bandaríkjanna.New York Times segir að rekja megi viðvaranir og aðgerðir Bandaríkjanna til mynda sem sýndu herafla Íran koma eldflaugum fyrir á bátum í Persaflóa.Sjá einnig: Íran - „Á barmi átaka við óvininn“Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins varð Trump reiður í samræðum við þá John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, í síðustu viku.„Þeir eru að fara langt fram úr sér og Trump er pirraður,“ sagði einn heimildarmaður WP. Annar sagði Bolton og Trump líta deilurnar allt öðrum augum. Bolton hefur kallað opinberlega eftir því að Bandaríkin velti ríkisstjórn Íran úr sessi með hervaldi en Trump vill gera samkomulag. Forsetinn er ekki sáttur við allt þetta tal um stjórnarskipti og þykir það minna mikið á áróður í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Íran 2003. Þrátt fyrir það dró Trump Bandaríkin út úr Kjarnorkusamkomulaginu svokallaða sem Bandaríkin, Kína, Rússlands, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu við Íran árið 2015. Því samkomulagi var ætlað að koma í veg fyrir að Íranar kæmu upp kjarnorkuvopnum og var refsiaðgerðum aflétt í staðinn. Í kjölfar þess að Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur hann beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran. Markmiðið var að lama efnahag ríkisins. Trump sjálfur tísti um sögusagnir um deilur innan Hvíta hússins í gær og sagði þær ekki til staðar. Hann sagði starfsmenn sína segja skoðanir sínar en hann sjálfur taki allar ákvarðanir. Þá tók Trump fram að hann væri viss um Íranar myndu brátt opna á viðræður.....Different opinions are expressed and I make a decisive and final decision - it is a very simple process. All sides, views, and policies are covered. I'm sure that Iran will want to talk soon.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Hútar gerðu drónaárásir í Sádi-Arabíu Mikil spenna er nú á svæðinu en Bandaríkjamenn ákváðu nýlega að senda flugmóðurskip í Persaflóann auk þess sem bætt hefur verið í flota sprengjuflugvéla þeirra á svæðinu. 14. maí 2019 12:13 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans fer vaxandi dag frá degi. 15. maí 2019 19:04 Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. 13. maí 2019 07:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00
Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15
Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10
Hútar gerðu drónaárásir í Sádi-Arabíu Mikil spenna er nú á svæðinu en Bandaríkjamenn ákváðu nýlega að senda flugmóðurskip í Persaflóann auk þess sem bætt hefur verið í flota sprengjuflugvéla þeirra á svæðinu. 14. maí 2019 12:13
Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42
Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans fer vaxandi dag frá degi. 15. maí 2019 19:04
Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. 13. maí 2019 07:50