Veganæði á hlutabréfamörkuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:15 Greggs hefur gert það gott á hlutabréfamörkuðum á undanförnu ári. Getty/SOPA Images Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods. Vegan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods.
Vegan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira