Ómöguleikinn er nú raunveruleikinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. maí 2019 08:00 Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina. Árið 2002 varð bókin Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals metsölubók í Bretlandi, öllum að óvörum. Í bókinni hafnaði höfundur hennar, John Gray, framþróun mannkyns. Hann sagði hugmyndir samtímans um framþróun goðsögn og að framþróun væri alls ekki óhjákvæmileg eins og flestir virtust trúa. Siðmenning – frjálslyndi, mannréttindi og friður – væru ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem léti undan um leið og það yrði fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun væri möguleg þegar kæmi að tækni og vísindum – skref fyrir skref bættist við ný þekking og gamlar kenningar sem reyndust rangar glötuðust – átti það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfðist í hringi. Það sem þykir rangt í dag gæti þótt í fínu lagi á morgun. Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn. En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn. Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“ Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“ Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu? Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina. Árið 2002 varð bókin Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals metsölubók í Bretlandi, öllum að óvörum. Í bókinni hafnaði höfundur hennar, John Gray, framþróun mannkyns. Hann sagði hugmyndir samtímans um framþróun goðsögn og að framþróun væri alls ekki óhjákvæmileg eins og flestir virtust trúa. Siðmenning – frjálslyndi, mannréttindi og friður – væru ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem léti undan um leið og það yrði fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun væri möguleg þegar kæmi að tækni og vísindum – skref fyrir skref bættist við ný þekking og gamlar kenningar sem reyndust rangar glötuðust – átti það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfðist í hringi. Það sem þykir rangt í dag gæti þótt í fínu lagi á morgun. Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn. En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn. Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“ Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“ Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu? Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun