Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2019 19:55 Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Loftslagsmál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún.
Loftslagsmál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira