Nýtt líf á ADHD lyfjum Sigrún Sveinbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2019 14:15 Þegar ég var krakki var ADHD ekki sérstaklega viðurkennt. Sérstaklega ekki hjá stelpum þar sem einkennin eru oft öðruvísi en hjá strákum. Ég var tæplega þrítug þegar ég lærði að ég væri ekki aumingi, bara öðruvísi. Ég átti mjög erfitt með lífið sem krakki, unglingur og ungur fullorðinn einstaklingur. Fólkið í kringum mig skildi mig ekki og ég skildi það ekki. Ég átti erfitt með að eignast nýja vini, ég var skrítin! Stundum fannst mér ég ekki nógu spennandi og munnurinn á mér fór af stað með lygasögur til að reyna að heilla fólk. Þeir vinir sem ég eignaðist þannig voru auðvitað fljótir að hverfa þegar það komst upp um mig. Ég var rosalega fljót að læra þegar viðfangsefni var áhugavert en ég gat bara alls ekki haldið athygli við eitthvað sem mér fannst ekki spennandi. Ég vildi það alveg. Ég reyndi það alveg. Ég bara gat það ekki! Frá 1. bekk og upp í framhaldsskóla fékk ég sama vitnisburð frá öllum kennurum: „Sigrún gæti verið frábær nemandi, ef hún bara myndi NENNA að læra!“ Þetta var svo sárt. Ég vildi alveg læra. Ég komst því að þeirri niðurstöðu að ég hlyti að vera annað hvort heimsk eða svona ótrúlega löt, er það ekki? Og fyrst ég gat þetta hvort eð er ekki, af hverju þá að reyna endalaust? Var ekki bara betra að þora aldrei að reyna sitt besta og vita þá allavega að ég fengi ekki topp einkunn? Á unglingsárunum var ég líka skrítin. Ég hafði ekki áhuga á sömu hlutum og aðrir unglingar í kringum mig. Ég var lengi að leika mér í barnalegum leikjum og var rosalega mikið ein eða með litlu systrum mínum og vinum þeirra. Ég lifði lífinu mikið í mínum eigin heimi af því ég skildi ekki heiminn sem ég bjó í. Svo tók ég mjög spes stökk, fór beint úr því að vera ein heima í playmo og fór að djamma! Ég fór í framhaldsskóla í bænum, ákveðin í að vera ný og meira spennandi manneskja og djammaði mikið. Ég hafði engar hömlur og var hrókur alls fagnaðar þegar ég var í glasi en ég átti mjög erfitt með að hitta fólk sem ég kynntist á djamminu þegar ég var edrú af því þetta fólk mátti ekki sjá hvað ég var í raun og veru skrítin... og heimsk... og löt... Ég dröslaðist í gegnum eitt og hálft ár í MR, lærði lítið og djammaði mikið, af því ég var jú bara heimsk og löt og engin ástæða til að reyna meira. Fór þaðan í FB og hélt áfram að dröslast í gegnum nám. Lenti í slæmum félagsskap og gafst upp á skóla. Fór heim til mömmu og pabba og fór að vinna. Eftir að ég átti stelpuna mína fór ég aftur í nám, mig langaði að vera góð fyrirmynd fyrir hana. Ég kláraði stúdentinn, fékk að taka mikið af áhugaverðum fögum og gekk ágætlega. Var heilluð af sálfræði og fór í HÍ tilbúin að læra meira og verða besti sálfræðingur ever! En... sálfræðin var bara alls ekki eins og ég hafði ímyndað mér og ég gat engan veginn haldið tengslum við námsefnið. Ég var greinilega bara of heimsk og löt til að læra þetta! Ég skítféll í sálfræði en ákvað að ég þyrfti að halda áfram í námi, annars myndi ég aldrei reyna aftur. Ég fann táknmálsfræði og féll fyrir henni. Þetta var skemmtilegt og áhugavert nám, að mestu, og mér gekk vel í öllum áföngum sem tengdust táknmálinu beint en verr í fræðilegri fögum: ég var bara of heimsk og löt til að læra það almennilega svo af hverju að reyna! Ég kláraði ekki námið. Ég fékk áfall þegar ég átti að fara að skrifa BA ritgerð. Hvernig átti ég að geta það, ég sem hafði alltaf verið of heimsk og löt til að læra nokkuð almennilega? Best að gefast upp á því án þess að reyna, það myndi hvort eð er aldrei ganga! Ég dröslaðist úr einni vinnu í aðra, þunglynd, kvíðin og með núll trú á sjálfri mér. Ég var eiginlega bara of heimsk og löt til að vera til! Svo kom að því að ég endaði uppi á bráðamóttöku geðdeildar með ranghugmyndir um sjálfa mig og alla í kringum mig af kvíða. Ég var búin að vera kvíðin svo lengi að ég hugsaði alls ekki rökrétt lengur. Auk þess leið mér eins og það væru 100 sjónvarpsþættir í gangi í hausnum á mér, þeir voru allir á hraðspóli og ég mátti ekki missa af neinu! Ég fór í veikindafrí í vinnunni og fór til sálfræðings (ekki að ég hafi ekki farið oft áður til sálfræðinga en þessi var sérstakur). Eitt af því fyrsta sem hann spurði mig var hvað það “að sýna möguleika” þýddi fyrir mig. Þarna kom það aftur, að sýna möguleika á því að vera afburðanemandi, sýna möguleika á að geta betur, sýna möguleika á að bla bla bla. Ég svaraði honum því að fyrir mér þýddi þetta pressu. Brotnar vonir og væntingar. Þetta ylli mér kvíða. Áður en fyrsta tímanum mínum hjá honum lauk sagði hann mér að ég mætti líta svo á að ég væri komin með ADHD greiningu. Ég fór grátandi út. Ekki grátandi af vonleysi yfir því að vera með ADHD. Grátandi af gleði yfir því að kannski væri ég ekki bara heimsk og löt! Kannski væri ég ekki skrítin... Kannski væri ég bara öðruvísi! Með öðruvísi heila en aðrir! Ég fór í fleiri tíma hjá þessum sálfræðingi og svo til geðlæknis og fékk greininguna staðfesta. Þarna var ég hálfum mánuði frá því að verða þrítug. Ég byrjaði á lyfjum... og ALLT breyttist. Líðan mín breyttist við að heyra greininguna en ALLT breyttist við að byrja á lyfjunum. Ég get núna einbeitt mér að leiðinlegustu hlutum í heiminum! Ég skil fólkið í kringum mig. Heimurinn er ekki á fleygiferð og ekki hausinn á mér heldur. Ég get gripið eina hugsun og pælt svolítið í henni. Til dæmis hugsunina að ég sé hvort eð er bara heimsk og löt. Ég get stoppað við þessa hugsun og velt því fyrir mér, afhverju segi ég það? Ég er ekki heimsk og löt, ég er öðruvísi! Ég get sýnt sjálfri mér skilning og burðast ekki lengur um með óraunhæfar kröfur á sjálfa mig sem valda mér ómældum kvíða. Ég get sinnt börnunum mínum, hjálpað þeim að læra (jafnvel leiðinlegt heimanám), hjálpað elstu dóttir minni sem er líka með ADHD að skilja hvernig við erum öðruvísi og ég get stoppað og hugsað: „Af hverju er miðdóttir mín svona reið og óþekk núna, ætli henni líði eitthvað illa“ í staðinn fyrir að missa þolinmæðina og garga á hana á móti. Ég er enn þá þunglynd. Ég er enn þá kvíðin. Ég er enn þá með ADHD og verð það alltaf. En eftir 30 ár af því að trúa því að ég væri ekki nógu góð, að ég væri heimsk og löt og skrítin, fékk ég vitneskju um að ég væri barasta öðruvísi! Ég fékk vopn gegn veggnum sem lokar mig frá umheiminum, lyfin mín! Núna veit ég að ég er nógu góð og ég veit að ég get haldið kvíða og þunglyndi í skefjum, af því ég er ekki aumingi, ég er með ADHD og á lyfjum sem halda því niðri og gera mér kleift að taka þátt í lífinu. Ekki dæma ADHD lyf. Þau geta algerlega breytt lífi þeirra sem þurfa á þeim að halda til hins betra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mamma, ertu að dópa mig? Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. 24. maí 2019 15:12 Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var krakki var ADHD ekki sérstaklega viðurkennt. Sérstaklega ekki hjá stelpum þar sem einkennin eru oft öðruvísi en hjá strákum. Ég var tæplega þrítug þegar ég lærði að ég væri ekki aumingi, bara öðruvísi. Ég átti mjög erfitt með lífið sem krakki, unglingur og ungur fullorðinn einstaklingur. Fólkið í kringum mig skildi mig ekki og ég skildi það ekki. Ég átti erfitt með að eignast nýja vini, ég var skrítin! Stundum fannst mér ég ekki nógu spennandi og munnurinn á mér fór af stað með lygasögur til að reyna að heilla fólk. Þeir vinir sem ég eignaðist þannig voru auðvitað fljótir að hverfa þegar það komst upp um mig. Ég var rosalega fljót að læra þegar viðfangsefni var áhugavert en ég gat bara alls ekki haldið athygli við eitthvað sem mér fannst ekki spennandi. Ég vildi það alveg. Ég reyndi það alveg. Ég bara gat það ekki! Frá 1. bekk og upp í framhaldsskóla fékk ég sama vitnisburð frá öllum kennurum: „Sigrún gæti verið frábær nemandi, ef hún bara myndi NENNA að læra!“ Þetta var svo sárt. Ég vildi alveg læra. Ég komst því að þeirri niðurstöðu að ég hlyti að vera annað hvort heimsk eða svona ótrúlega löt, er það ekki? Og fyrst ég gat þetta hvort eð er ekki, af hverju þá að reyna endalaust? Var ekki bara betra að þora aldrei að reyna sitt besta og vita þá allavega að ég fengi ekki topp einkunn? Á unglingsárunum var ég líka skrítin. Ég hafði ekki áhuga á sömu hlutum og aðrir unglingar í kringum mig. Ég var lengi að leika mér í barnalegum leikjum og var rosalega mikið ein eða með litlu systrum mínum og vinum þeirra. Ég lifði lífinu mikið í mínum eigin heimi af því ég skildi ekki heiminn sem ég bjó í. Svo tók ég mjög spes stökk, fór beint úr því að vera ein heima í playmo og fór að djamma! Ég fór í framhaldsskóla í bænum, ákveðin í að vera ný og meira spennandi manneskja og djammaði mikið. Ég hafði engar hömlur og var hrókur alls fagnaðar þegar ég var í glasi en ég átti mjög erfitt með að hitta fólk sem ég kynntist á djamminu þegar ég var edrú af því þetta fólk mátti ekki sjá hvað ég var í raun og veru skrítin... og heimsk... og löt... Ég dröslaðist í gegnum eitt og hálft ár í MR, lærði lítið og djammaði mikið, af því ég var jú bara heimsk og löt og engin ástæða til að reyna meira. Fór þaðan í FB og hélt áfram að dröslast í gegnum nám. Lenti í slæmum félagsskap og gafst upp á skóla. Fór heim til mömmu og pabba og fór að vinna. Eftir að ég átti stelpuna mína fór ég aftur í nám, mig langaði að vera góð fyrirmynd fyrir hana. Ég kláraði stúdentinn, fékk að taka mikið af áhugaverðum fögum og gekk ágætlega. Var heilluð af sálfræði og fór í HÍ tilbúin að læra meira og verða besti sálfræðingur ever! En... sálfræðin var bara alls ekki eins og ég hafði ímyndað mér og ég gat engan veginn haldið tengslum við námsefnið. Ég var greinilega bara of heimsk og löt til að læra þetta! Ég skítféll í sálfræði en ákvað að ég þyrfti að halda áfram í námi, annars myndi ég aldrei reyna aftur. Ég fann táknmálsfræði og féll fyrir henni. Þetta var skemmtilegt og áhugavert nám, að mestu, og mér gekk vel í öllum áföngum sem tengdust táknmálinu beint en verr í fræðilegri fögum: ég var bara of heimsk og löt til að læra það almennilega svo af hverju að reyna! Ég kláraði ekki námið. Ég fékk áfall þegar ég átti að fara að skrifa BA ritgerð. Hvernig átti ég að geta það, ég sem hafði alltaf verið of heimsk og löt til að læra nokkuð almennilega? Best að gefast upp á því án þess að reyna, það myndi hvort eð er aldrei ganga! Ég dröslaðist úr einni vinnu í aðra, þunglynd, kvíðin og með núll trú á sjálfri mér. Ég var eiginlega bara of heimsk og löt til að vera til! Svo kom að því að ég endaði uppi á bráðamóttöku geðdeildar með ranghugmyndir um sjálfa mig og alla í kringum mig af kvíða. Ég var búin að vera kvíðin svo lengi að ég hugsaði alls ekki rökrétt lengur. Auk þess leið mér eins og það væru 100 sjónvarpsþættir í gangi í hausnum á mér, þeir voru allir á hraðspóli og ég mátti ekki missa af neinu! Ég fór í veikindafrí í vinnunni og fór til sálfræðings (ekki að ég hafi ekki farið oft áður til sálfræðinga en þessi var sérstakur). Eitt af því fyrsta sem hann spurði mig var hvað það “að sýna möguleika” þýddi fyrir mig. Þarna kom það aftur, að sýna möguleika á því að vera afburðanemandi, sýna möguleika á að geta betur, sýna möguleika á að bla bla bla. Ég svaraði honum því að fyrir mér þýddi þetta pressu. Brotnar vonir og væntingar. Þetta ylli mér kvíða. Áður en fyrsta tímanum mínum hjá honum lauk sagði hann mér að ég mætti líta svo á að ég væri komin með ADHD greiningu. Ég fór grátandi út. Ekki grátandi af vonleysi yfir því að vera með ADHD. Grátandi af gleði yfir því að kannski væri ég ekki bara heimsk og löt! Kannski væri ég ekki skrítin... Kannski væri ég bara öðruvísi! Með öðruvísi heila en aðrir! Ég fór í fleiri tíma hjá þessum sálfræðingi og svo til geðlæknis og fékk greininguna staðfesta. Þarna var ég hálfum mánuði frá því að verða þrítug. Ég byrjaði á lyfjum... og ALLT breyttist. Líðan mín breyttist við að heyra greininguna en ALLT breyttist við að byrja á lyfjunum. Ég get núna einbeitt mér að leiðinlegustu hlutum í heiminum! Ég skil fólkið í kringum mig. Heimurinn er ekki á fleygiferð og ekki hausinn á mér heldur. Ég get gripið eina hugsun og pælt svolítið í henni. Til dæmis hugsunina að ég sé hvort eð er bara heimsk og löt. Ég get stoppað við þessa hugsun og velt því fyrir mér, afhverju segi ég það? Ég er ekki heimsk og löt, ég er öðruvísi! Ég get sýnt sjálfri mér skilning og burðast ekki lengur um með óraunhæfar kröfur á sjálfa mig sem valda mér ómældum kvíða. Ég get sinnt börnunum mínum, hjálpað þeim að læra (jafnvel leiðinlegt heimanám), hjálpað elstu dóttir minni sem er líka með ADHD að skilja hvernig við erum öðruvísi og ég get stoppað og hugsað: „Af hverju er miðdóttir mín svona reið og óþekk núna, ætli henni líði eitthvað illa“ í staðinn fyrir að missa þolinmæðina og garga á hana á móti. Ég er enn þá þunglynd. Ég er enn þá kvíðin. Ég er enn þá með ADHD og verð það alltaf. En eftir 30 ár af því að trúa því að ég væri ekki nógu góð, að ég væri heimsk og löt og skrítin, fékk ég vitneskju um að ég væri barasta öðruvísi! Ég fékk vopn gegn veggnum sem lokar mig frá umheiminum, lyfin mín! Núna veit ég að ég er nógu góð og ég veit að ég get haldið kvíða og þunglyndi í skefjum, af því ég er ekki aumingi, ég er með ADHD og á lyfjum sem halda því niðri og gera mér kleift að taka þátt í lífinu. Ekki dæma ADHD lyf. Þau geta algerlega breytt lífi þeirra sem þurfa á þeim að halda til hins betra!
Mamma, ertu að dópa mig? Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. 24. maí 2019 15:12
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar