Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 16:12 Zarif, utanríkisráðherra Írans. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31