Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 09:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf