Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Hópur skrifar 19. júní 2019 07:00 Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun