Sársaukafull fortíð ástæða þess að varnarmálaráðherraefni Trump hættir við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 22:00 Patrick Shanahan er hættur sem stafandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila