New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar.
Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann.
Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu.
Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.
After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019
....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done!Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019
„Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.
I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg
— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019