Leituðu ekki nægilega víða eftir umsögnum um sálfræðinginn sem braut á barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 14:00 Sálfræðingurinn réð sig til borgarinnar í ágúst 2017. Fréttablaðið/GVA Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið. Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið.
Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15