Góð uppskera á þingvetrinum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. júní 2019 08:00 Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun