Ráku fyrrverandi bankastjórann fyrir að ofrukka viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:03 Danske bank hefur átt í vök að verjast undanfarið. Hann er sakaður um að hafa þvættað um 200 milljarða evra í gegnum útibú sitt í Eistlandi. Vísir/EPA Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50